fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Sögulegar myndir í Kiljunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. september 2007 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld verða sýndar sögulegar kvikmyndir frá Búkharín-réttarhöldunum í Moskvu árið 1938. Á myndunum má sjá Halldór Laxness í hópi áhorfenda. Þessar myndir hafa ekki áður verið birtar hér á landi.

Halldór Guðmundsson, höfundur ævisögu Laxness, kemur í þáttinn til að skoða myndirnar og ræða um þær.

Hinn kornungi og bráðsnjalli rithöfundur Daniel Kehlmann, höfundur metsölubókarinnar margföldu Mæling heimsins, er gestur þáttarins.

Það er einnig kanadísk/breski landfræðingurinn Jack Ives. Hann hefur stundað rannsóknir í Skaftafelli síðan 1952 og er nú að gefa út bók um sögu og landafræði þjóðgarðsins. Í leiðangri á Vatnajökul 1953 týndust tveir félagar Ives og spurðist ekkert til þeirra fyrr en 2006 að jökullinn bar með sér leifar af búnaði þeirra.

Þórólfur Árnason velur uppáhaldsbók sína og Bragi er á sínum stað. Svo verður fjallað um rit eftir Ishmael Beah, Ian Rankin, Einar Guðmundsson og Ólaf Jóhann Ólafsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur