fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Fjarri augliti guðs – en þó svo nærri

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2007 00:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðmennt er lífskoðunafélag fólks sem aðhyllist ekki trú á æðri mátt.

Þegar félagið loks ákveður að standa fyrir brúðkaupi þá er það haldið í Fríkirkjunni – innan um öll trúartáknin – en ekki í Fóstbræðraheimilinu, Ráðhúsinu eða Kornhlöðuloftinu.

Giftingar fólks sem kærir sig ekki um að blanda trú í málið hafa verið haldnar hjá borgardómara um áratuga skeið. Það eru engar hömlur á slíkum athöfnum hér á landi. Fjöldamargir Íslendingar hafa notað sér þessa þjónustu. Aðrir láta sér nægja að búa í óvígðri sambúð.

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, fjallar um „liðlegheitin í Fríkirkjunni“ á bloggi sínu og líkir því við að halda „matreiðslunámskeið fyrir grænmetisætur í sláturhúsi“.

Það er dálítið djörf líking – og ekki óumdeild.

Þaðan sem ég bý sé ég í turnana á tveimur gömlum kirkjum, Dómkirkjunni og Fríkirkjunni. Mér finnst nærvera Dómkirkjunnar þægileg. Hins vegar virðist Fríkirkjan vera orðin vettvangur pólitískrar baráttu þar sem trúin er hálfgert aukaatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum