Annar þáttur Kiljunnar er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 22.20.
Stærsta efni þáttarins er umfjöllun um bók Jung Chang og Jon Hallyday um Maó Tse Tung. Þau hjónin verða gestir í þættinum. Jóhann Páll Valdimarson fer yfir langan feril sinn í bókaútgáfu, rætt verður við nýjan handhafa Íslensku barnabókaverðlaunanna og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir frá uppáhaldsbók sinni.
Bragi Kristjónsson verður á sínum stað í Rykkorninu og fjallar um fræga menn sem voru synir einstæðra mæðra en fremst í þættinum fara Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson yfir nokkrar nýútkomnar bækur.