Hvers vegna ætti að vera verra fyrir öldurhúsin að fá aðalþungann af gestum sínum frá svona níu á kvöldin og fram til tvö á nóttinni en að kúfurinn sé milli tvö og fimm?
Gestirnir eru orðnir þreyttir, slæptir og æstir síðla nætur – konan mín sem stóð í veitingarekstri segir að þá versli þeir mun minna á barnum.
Þess utan er dýrt að hafa starfsfólk á launum fram undir morgun – það hlýtur að telja.
Er það ekki bara vanahugsun að vilja ekki breyta þessu?