Þetta eru eiginlega merkilegustu tíðindi sem ég hef séð lengi.
Norðvesturleiðin er opin í fyrsta skipti í manna minnum.
Sem strákur las ég frásögn af því þegar Amundsen barðist þarna í gegn á skipinu Gjöa. Sá maður var ótrúleg hetja. Ég hef aldrei þolað kulda eða vosbúð, en hins vegar hef ég fræðilegan áhuga á heimskautaferðum. Þar er Amundsen minn maður.
Nú gæti þetta orðið alþjóðleg siglingaleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs. En það gerist ekki án togstreitu milli ríkja sem þarna eiga hlut að máli – Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands, Danmerkur vegna eignarhalds á Grænlandi – og líklega hafa umhverfisverndarmenn eitthvað við það að athuga að þarna sigli fjöldi stórra skipa í gegn.