Er hér að hlusta á einhvern einkennilegasta disk sem ég hef heyrt, man varla eftir að hafa keypt hann, fann þetta í diskasafninu við flutninga – þetta er Wagner með kúbversku ívafi.
Semsé verk eftir Wagner – Hollendingurinn, Lohengrin, Parsifal og allt það – leikið af sinfóníuhljómsveit en með kúbverskum takti.
Það sem er kannski verst er að mér finnst þetta alveg ágætt.
Á vefnum hans Jakobs bassaleikara finnur fólk útrás fyrir meinfýsni sína með því að nefna ofmetna tónlistarmenn.
Má ég bæta við: Sting, Peter Gabriel, Lou Reed, Bono, Iggy Pop og Tom Waits.
Annars hallast ég á að vera sammála Miles Davis sem sagði eitthvað á þessa leið:
Ef tónlist er góð þá er hún góð, en ef hún er vond þá er hún vond.
Óháð því hverrar tegundar hún er.