fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Svona breytast tímarnir nú samt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. september 2007 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

0262514.jpg

Það er lagt upp sem mikið sjálfstæðismál fyrir Englendinga að halda í þessar gömlu mælieiningar, mílu, pund, pint.

Þegar ég keypti kirsuber hjá ávaxtasala í miðborg Lundúna í sumar fór ég eitthvað að babbla um pund. Hann leiðrétti mig – spurði hvort ég vildi fá kíló.

Ég leigði bíl í Somerset. Þar reyndi ég að nota mælieininguna mílur. Konan í bílaleigunni svaraði og talaði um kílómetra.

Flestir þjónar á Englandi eru núorðið pólskir. Þeim er ekki eiginlegt að tala um pint.

Bjórinn sem er hellt í glösin er evrópskur. Englendingar drekka fæstir enskan bjór. Núorðið hafa þeir smekk fyrir ljósu lageröli af meginlandinu.

Iðnaðarmennirnir eru líka frá Austur-Evrópu. Þeir hafa lært að mæla í metrum og gera það sjálfsagt áfram.

Englendingar aka líka vinstra megin á veginum. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er sjarmerandi eða skemmtilegt við þann sið?

Nema manni þyki gaman að lenda í bílslysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla