Ef Íslendingar ætla að fá upprunarvernd á skyri, þá þurfa þeir um leið að hætta að framleiða osta undir nafninu camenbert eða feta.
Skyr er ágætt en nokkuð súrt á bragðið. Frakkar framleiða ekki ósvipaða vöru sem nefnist hvítur ostur (fromage blanc) og hún er bragðbetri.
Af þessum sökum dælir Mjólkursamsalan sykri í skyrvörurnar (líkt og jógúrtið sem þetta einokunarbatterí framleiðir). Fyrir vikið verður skyrið óhollt og líka vont fyrir næma bragðlauka. Sykurmagnið er slíkt að maður getur eins gefið börnum sælgæti á morgnana og skyr.