fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Komið á dagskrá

Egill Helgason
Föstudaginn 7. september 2007 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður Gallups í skoðanakönnun um evruna eru sláandi. Mikill meirihluti þjóðarinnar er búinn að gefast upp á krónunni. Viðtal Viðskiptablaðsins við Sigurð Einarsson kemur líka á merkilegum tímapunkti – daginn eftir að Davíð Oddsson gaf umræðu um evruna þá einkunn að hún sé sprenghlægileg.

Umræðan getur hins vegar orðið villandi. Það er alveg rétt hjá framkvæmdastjóra ASÍ sem sagði í fréttum í dag að það sé ekki patentlausn að taka upp evruna undireins. Hann ætti reyndar að vita að það er varla neinn að tala um það.

Fyrst þarf auðvitað að koma á nokkrum stöðugleika í hagkerfinu – og síðan þarf að íhuga hvaða krónugengi er heppilegt að skiptin fari fram. Þetta mun alls ekki leysa allan vanda í hagkerfinu. En umræða um að hægt sé að taka upp evruna án þess að ganga í ESB mun færast í vöxt – ég veit að merkileg grein um þetta er væntanleg í næsta hefti Þjóðmála – en um leið munu þær raddir hækka að best sé að ganga bara í Evrópusambandið. Aðalmálið er auðvitað á þegar landið er opið upp á gátt á tíma alþjóðavæðingar er erfitt að nota einhvern minnsta gjaldmiðil í heimi.

Þetta er mál sem er aldeilis komið á dagskrá, hvað sem Davíð og Geir segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla