Ég sé ekki betur en að þessar tillögur geri ráð fyrir því að Nýja bíó verði endurreist í einhverri mynd bak við húsin sem brunnu í vetur. Þarna er líka búið að opna lækinn, rífa strætóhúsið og setja niður timburhús úr Árbæjarsafni á lóð þess.
Það er reyndar löngu kominn tími til að flytja hús úr Árbæjarsafni aftur niður í bæ í sitt eiginlega umhverfi.
Er þetta ekki bara nokkuð í áttina?