fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Hvað var gert við Geir?

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. september 2007 23:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er hin nýja lína Vinstri grænna gagnvart ríkisstjórninni, samanber nýja bloggfærslu eftir Árna Þór Sigurðsson, nánasta aðstoðarmann Steingríms J.:

„Staðreyndin er sú, að miðað við úrslit kosninganna, var varla við því að búast að önnur ríkisstjórn tæki við völdum en sú sem nú vermir stólana. Það er einfaldlega vegna þess að svo margir og áhrifaríkir aðilar í bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu unnið að því bæði leynt og ljóst um margra vikna skeið fyrir kosningar. Einkum voru það frjálshyggju- og fjármálamenn úr báðum flokkum sem þetta vildu og Geir H. Haarde var settur upp við vegg. Ingibjörg Sólrún hefur í nýlegu blaðaviðtali gefið sterklega í skyn að hún hafi aldrei ætlað sér að vinna með VG og Framsókn. Framganga VG og einstakra forystumanna þar á bæ fékk engu um þetta ráðið. Er Staksteinahöfundur ólæs á þessa stöðu?“

En hver stillti Geir Haarde upp við vegg? Langaði hann að gera eitthvað annað – eins og til dæmis að fara í stjórn með VG? Hvað veit Árni Þór sem við hin vitum ekki? Ég vænti þess að fréttastofur landsins fari á stúfana í fyrramálið og finni þetta út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu