Ég var tíu ára þegar ég fékk að fara að sjá Led Zeppelin í Laugardalshöll. Ég og vinur minn Siggi Pálmi fórum með stóra bróður hans, Jóni Ásbergssyni, nú framkvæmdastjóra Útflutningsráðs. Jón er afskaplega vænn maður og passaði okkur börnin.
Annars fór allt mjög prúðmannlega fram – nema að hávaðinn þótti mikill.
Ég væri alveg til í að sjá hljómsveitina aftur. Í minningunni eru þetta auðvitað bestu tónleikar sem ég hef farið á.