Ég átti smá erindi í Kringluna áðan. Varð að fara þangað vegna þess að netið datt út hjá mér í morgun.
Kringlan á laugardegi er eins og helviti.
Neðan úr loftinu hanga auglýsingaborðar frá Icelandair. Þar stendur að maður geti keypt far aðra leið til Glasgow fyrir 11.560 krónur og til Parísar fyrir 15.060.
Þegar ég gáði núna áðan eru engin svona fargjöld í boði á vef Icelandair. Þar kostar 32.680 að fljúga aðra leið til Glasgow og 38.080 að fara aðra leið til Parísar.
Auglýsingarnar í Kringlunni eru bara lygi. Til að fá þetta verð aðra leið til Glasgow eða Parísar verður maður nefnilega að fara báðar leiðir!