fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Hvað á að byggja á Lækjartorgi?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. ágúst 2007 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rústirnar á Lækjartorgi standa eins og opið sár í borgarmyndinni.

Það virðist enginn vita almennilega hvað á að gera við þetta. Borgarstjóri gaf stórar yfirlýsingar þegar hann var í slökkviliðsbúningi á degi eldsvoðans, síðan hefur hann verið heldur þögull um málið. Nú er sagt að borgin og eigendur hússins hafi ekki náð samkomulagi um verð fyrir lóðina og brunnið spýtnabrakið. Kemur kannski ekki á óvart eftir yfirlýsingar Villa.

preview-2.jpg

Ég held að fáir geti hugsað sér að rísi þarna nútímalegt stórhýsi. En það er heldur ekki sérlega aðlaðandi hugmynd að húsin verði endurbyggð án talsverðra breytinga.

Það er hætt við að ef húsin verða endurreist í upprunalegri mynd að engin starfsemi fái þrifist þar almennilega nema veitingarekstur eða minjagripasala. Yfrið nóg er af slíku í bænum.

Það þarf að kveikja líf á Lækjartorgi. Til að það megi verða þarf að byggja þarna af myndarskap.

preview-11.jpg

Það er allt í lagi að endurbyggja framhliðar húsanna með einhverjum hætti. En að baki þeirra þurfa að rísa byggingar sem draga að sér fjölbreytt mannlif: Kvikmyndahús sem gæti rúmað listabó, sal fyrir leiksýningar, rými þar sem börn geta leikið sér – við Potsdamer Platz í Berlín komum við Kári smækkaða útgáfu af Legolandi innandyra.

Ég auglýsi eftir fleiri hugmyndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum