Fríða Björk Ingvarsdóttir, blaðamaður og íbúi í Ingólfsstræti, skrifar stórbrotna grein um göngutúr sinn um miðborgina á menningarnótt (svokallaðri) í Morgunblaðið í dag.
Í lok greinarinnar kemur Fríða með hugmynd sem ég hef raunar velt fyrir mér endrum og eins:
„Hvernig væri að láta það vera að hreinsa upp eftir næstu stórátök í borginni og leyfa borgarbúum að vakna upp við timburmennina; leyfa þeim að sjá óhroðann sem skilinn er eftir; skoða ummerkin um næturlífið sem ekki virðist mega hrófla við?“