Það er rætt um að láta grunnskólabörn ganga í skólabúningum.
Sem er í sjálfu sér ágæt hugmynd. Það mega bara ekki vera flíspeysur.
Aðeins eitt þessu tengt.
Er ekki kominn tími til að kasta þessu stofnanalega orðskrípi „grunnskóli“?
Hví má þetta ekki heita „barnaskóli“ – sem er nákvæmlega það sem fyrirbærið er?