fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Fleiri skrítnir bókmenntaprestar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2007 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

gestur-eineygdi.jpg

Ég minntist á skrítna presta úr bókmenntunum. Einn til er að finna í Borgarætt Gunnars Gunnarssonar, afbrýðissama bóndasoninn og klerkinn Ketil sem missir vitið og verður útigangsmaðurinn Gestur eineygði. Þetta er ógn rómantísk saga – margfaldur metsöluróman á Norðurlöndunum og í Þýskalandi – eftir henni var svo gerð kvikmynd árið 1919.

Myndin er náttúrlega þögul. En þegar ég var að alast upp voru tengslin við gamlan tíma í kvikmyndum slík að Borgarættin var stundum sýnd í bíó. Þó var liðin hálf öld frá gerð hennar. Þannig álpaðist ég til að sjá hana í Nýja bíói þegar ég hef verið svona tíu ára – var á fundi í KFUM á Amtmannsstíg, leiddist þar, fór í bíó.

Mér fannst myndin alveg stórbrotin. Mörg atriðin eru mér enn í fersku minni. Ekki síst atriðið þar sem Gestur eineygði snýr aftur heim til sín yfir hraunið, úfinn og klæddur sauðargæru. Hann er þá búinn að segja skilið við varmennið Ketil sem hann var áður.

Myndin var held ég tekin í Hafnarfirði, en listamaðurinn Muggur, Guðmundur Thorsteinsson, lék hitt aðalhlutverkið, góða bróðirinn Ormar Örlygsson. Frá hendi Gunnars Gunnarssonar mun þetta hafa verið einhvers konar tilbrigði við söguna af Kain og Abel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur