Einhver furðulegasta árátta vinstri manna er að reyna stöðugt að bera í bætifláka fyrir morð og grimmdarverk Serba í Bosníustríðinu – kannski í samræmi við þá hugmynd að allir óvinir Nató og Bandaríkjanna séu í rauninni ágætir.
Samtök hernaðarandstæðinga standa á fimmtudagskvöld fyrir sýningu á myndinni „Yugoslavia – The Avoidable War“. Myndin setur fram alls konar fáránlegar kenningar um stríðið – aðalvandi Serbanna á að hafa verið að þeir hugsuðu ekki nógu vel um ímynd sína.
Ef marka má þessa vefsíðu heldur myndin því fram að það hafi eiginlega ekki verið nein fjöldamorð í Srebrenica og engar nauðganir í Omarska. Stríðið var hvort sem er mestanpart Nató að kenna. Í Bosníu dóu aðeins um 300 þúsund manns.