Þessu framtaki Norðmannsins hlýtur maður að fagna. Ég þoli reyndar ekki tóbaksreyk, en mér er í sjálfsvald sett hvort ég fer inn á staði þar sem reykingar eru stundaðar.
Hitt setur óneitanlega subbubrag á borgir þegar reykjandi fólk – reykparíar – standa svælandi fyrir utan hvert hús, hendandi sígarettustubbum í götuna. Í Lundúnum er beinlínis viðurstyggilegt að horfa upp á þetta síðan reykingabann var sett á 1. júlí.
Hér í Reykjavík sem víðar fylgir þessu aukið ofbeldi í næturlífinu. Fólk er rápandi inn og út af skemmtistöðunum og verður stöðugt fyllra vegna hitabreytinganna. Finnst mönnum virkilega betra að hafa göturnar fullar af reykjandi fólki en að það fái að vera innandyra?
Í sömu frétt stendur að Danir fylgi ekki reykingabanninu.
Sko þá! Það er kannski kominn tími á smá borgaralega óhlýðni?