fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Nokkrir dónar

Egill Helgason
Föstudaginn 17. ágúst 2007 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

_412516_otoole_coach150.jpg

Dálkahöfundurinn Jeffrey Bernard gerði Norman, dónalegasta kráareiganda Lundúna, ódauðlegan í pistlum sínum í Spectator. Um þá félagana var líka fjallað í leikritinu Jeffrey Bernard is Unwell þar sem Peter O’Toole lék aðalhlutverkið.

Norman starfaði á kránni Coach & Horses í Soho. Hann gaf reyndar sjálfur út endurminningar sínar undir nafninu You´re Barred, You Bastards. Þegar Norman var hylltur er hann lét af störfum fyrir nokkrum árum tímdi hann ekki einu sinni að bjóða fastagestum sínum upp á bjór.

Nú virðist vera komin upp keppni um hver sé dónalegasti hótelhaldari í Reykjavík.

Eigandi gistiheimilisins Adams við Skólavörðustíg kemur sterkur inn. Hann lét gesti sína ekki vita að búið væri að aflýsa skoðunarferð sem þeir ætluðu í. Hann horfði reyndar á þá út um gluggann þar sem þeir biðu, en aðhafðist ekki vegna þess að hann var ekki í vinnunni.

Eigandi Atlantis hótels við Grensásveg kemur líka til álita. Hann er grófur í tali, reynir að snuða fólk og ásakar það um að hafa valdið skemmdum sem það kannast ekkert við. Sérstaklega þurfa Bandaríkjamenn að gæta sín á honum.

Svo er það frásögnin af lífinu á Top CityLine Grand Hotel Reykjavik sem er eins og úr góðri grínmynd. Þar var gestum seld gisting í herbergjum sem ekki voru tilbúin fremur en hótelið sjálft eða starfsfólkið – minnir á kvikmyndina Playtime eftir Tati og reyndar líka snilldarverkið Carry On Abroad.

008a.jpg

Það er sígild fyndni þegar fólk kemur á hótel og það er maður að bora í næsta herbergi eða flísar sem detta úr loftinu og hjá starfsfólkinu er allt í pati.

En þegar maður rennir yfir listann á Tripadvisor finnst manni eins og hótelin í höfuðborg Íslands séu ekkert sérstök, kannski bara dýr og léleg.

Hvar er lúxusinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum
Nokkrir dónar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“