Ég hef lengi haft algjört óþol fyrir Sex and the City og öllu sem því fylgir. En þættirnir eru vissulega feikn áhrifamiklir – það er leitun á sjónvarpsefni sem hefur haft meiri áhrif. Herskarar kvenna út um allan heim hafa viljað lifa og hugsa eins og konurnar í þáttunum.
Um daginn var ég að lesa bók þar sem var skilgreint fyrir mig hvað fer í taugarnar á mér við þetta sjónvarpsefni.
Sex and the City…
„…captured and helped shape the attitudes of young, educated, me-focused, men-obsessed working women.“
Allt líf kvennana í þáttunum hverfist um þær sjálfar og hvatir þeirra. Það er ákveðin gelding.
Annars er titillinn á þessari færslu fenginn héðan.