Það þarf ekki að flækja málin mikið. Fjölga löggæslumönnum á svæðinu. Láta þá fara um í litlum hópum. Þrjá fjóra saman. Ekki híma inn í bílum. Svæðið er ekki stórt. Markast af Aðalstræti, Austurstræti, Hafnarstræti, Lækjargötu og Laugavegi.
Endurtaka þetta helgi eftir helgi. Ég þykist viss um að ekki líður á löngu þangað til bragurinn batnar. Seinna er kannski óhætt að slaka aðeins á klónni.
Ég man ekki betur en að Georg Lárusson hafi gert svona tilraun þegar hann var lögreglustjóri stutta hríð. Og þótti gefast vel.
En Georg mátti eiga það að í honum bjó alvöru zero tolerance.
Á hinum endanum þurfa foreldrar að fara að ala upp börnin sín. En það er langtímaverkefni.