Ég hef alltaf haft grun um að fyrir Stefáni Pálssyni og félögum sé baráttan gegn her og heimsvaldastefnu fyrst og fremst sport eða skemmtilegt áhugamál. Aktívisminn hefur einhvern sérkennilega þröngan tilgang í sjálfum sér en hugsjónin er öll á reiki.
Stefán staðfestir þetta í viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hann segir:
„Það væri óvæntur bónus ef löggan lumbrar á okkur eða sprautar á okkur táragasi en ég býst við að hún verði upptekin við önnur störf.“
Stefán skrifaði lengi í vefrit sem kallaðist Múrinn. Honum og vinum hans fannst allt í lagi að kenna vefinn við þetta helsta tákn mannfyrirlitningar og kúgunar á tuttugustu öldinni.
Auðvitað meintu þeir ekkert með þessu. Þetta var í hálfkæringi.
En fyrst ég nefni Múrinn þá vil ég taka fram að það er mikill söknuður að honum. Mestur er missirinn fyrir Vinstri græna sem þarna gátu fengið flokkslínuna nánast á hverjum degi.
Eftir fall Múrsins finnst manni að Vinstri græna sárvanti málgagn og leiðsögn.