fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Tvær amerískar skáldsögur

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2007 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

41limrl2pl_ss500_.jpg

Í sumar hef ég gert tilraunir til að lesa nýjar skáldsögur eftir tvo af helstu rithöfundum Bandaríkjanna, Cormac McCarthy og John Updike.

Bók McCarthys heitir The Road. Fjallar um feðga sem vafra um í allsherjar svartnætti að loknum einhvers konar heimsendi. McCarthy hefur aldrei verið metsöluhöfundur, en nú ber svo við að þessi bók hefur náð metsölu. Ástæðan er ekki önnur en að Oprah Winfrey hlóð hana lofi í þætti sínum.

Updike hefur hins vegar verið heimsfrægur í marga áratugi. Bók hans heitir The Terrorist. Fjallar um ungan mann af arabaættum sem býður við vestrænu samfélagi. Einhvern veginn þykist ég viss um að margir hafi keypt bókina út á titilinn.

Báðar þessar bækur eru með eindæmum leiðinlegar. Reyndar tókst mér að klára hvoruga þeirra. Ég ímynda mér að gagnrýnendur hafi talið þær vera vel skrifaðar. Mér sýnist hins vegar að þær séu ofskrifaðar – að hin bókmenntalega vandvirkni hafi verið slík að búið er að skrifa allt líf úr frásögninni.

Í því felst ákveðinn dauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“