Ég hef miklar efasemdir um að háhýsi passi inn í lágreista byggðina hér á norðurhjaranum.
Hér er vindasamt – háhýsi magna upp vinda.
Sól er lágt á lofti – skuggar af háhýsum verða langir.
Það verður kuldalegt í kringum þau.
Ef við lítum á borgir í norðrinu er yfirleitt ekki hefð fyrir því að byggja hátt. Það er ekki af tilefnislausu.
Það er altént víst að hús eins og þetta sem er að rísa í Smáranum verður aldrei til prýði. Hví þarf arkítektúrinn í þessu landi að vera svona andlaus?
Líklega eru það bara peningasjónarmiðin sem ráða. Það er ekki pláss fyrir fegurðina.
Smárinn er eitt ljótasta hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það batnar ekki við þetta.