Ég skil ekki alveg þessa hneykslun yfir því að sveitarfélögin skuli vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti. Það er jú fullt af fólki sem borgar engan skatt nema þennan. Og það er efnaðasta fólkið.
Almennt er betra að þjónusta sé veitt nær en fjær. Hún er yfirleitt betur komin í höndum sveitarfélags en ríkis. En þá þarf sveitarfélagið auðvitað að hafa nógar tekjur.
Eða eru ráðherrar og þingmenn hræddir við að missa útdeilingarvaldið?