Kári fer í sólbað með mömmu sinni. Honum þykir ekki nógu gott að vera bara „andlitslitaður“.
Eftir eina mínútu:
„Er ég orðinn sólbrúnn?“
„Nei.“
Kári lokar augunum og setur nefið upp í sólina.
„En núna?“
„Kannski svolítið.“
„Ég vil vera sólbrúnn eins og börnin í Afríku.“
„Nú?“
„En ég vil samt eiga pening.“