Þekktan kvikmyndaleikstjóra kannast ég við sem setur gesti sem koma á heimili hans í mjög óþægilegan stól. Það dinglar einhvern veginn í lausu lofti, getur ekki sett fæturnar niður – líður mjög bjánalega.
Ég velti fyrir mér hvort golfbílarnir sem Bandaríkjaforsetar setja gesti sína í hafi svipaðan tilgang. Að láta gestina finna til vanmáttar – líta út eins og asna.
Þeir sem setjast upp í golfbíla þurfa líka helst að vera í golffötum; sæmilega smekklegt fólk vill ekki láta sjá sig í slíkum fatnaði.
En það er líka hallærislegt að vera í jakkafötum með bindi í golfbíl. Eiginlega ennþá verra.
Þannig eru golfbílarnir eins konar gapastokkar. Sá sem sleppur úr svona tæki er tilbúinn að samþykkja allt.