fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Glöggt er gests augað

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. ágúst 2007 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

nks2_1088×640.jpg

Morgunblaðið birti á sunnudag athyglisverða grein þar sem rætt er við skiptinema við Háskóla Íslands. Það er merkilegt að lesa hvað þetta unga fólk hefur að segja um Ísland – það er nefnilega ekki allt jákvætt.

„Líklega er of langt gengið að tala um útlendingahatur. Útlendingaóvild er nær lagi,“ segir Katharina Lena Gross frá Þýskalandi.

Hún bætir við:

„Ég hef hitt margt gott fólk og mér líður orðið mjög vel hérna. Það kom mér þó á óvart hversu algengt er að Íslendingar komi illa fram við útlendinga.“

Hún hefur ekki góða sögu að segja af húsnæðismarkaðnum hérna. Í greininni segir:

„Starfsfólk Háskólans benti henni á tvær íbúðir til leigu. Önnur var án baðherbergis og eldhúss, undir súð og þar að auki fokdýr. Hin var ókláruð, gluggalaus og deila þurfti baðherbergi og eldhúsi með fleiri en tíu öðrum leigjendum.“

Um námið í Háskóla Íslands segir þessi unga kona frá Þýskalandi:

„Það var eins og enginn vissi hvað ætti að gera við okkur skiptinemana. Okkur fannst við ekki velkomin og enginn virtist hafa áhuga á okkur.“

Ella Kolliokoski frá Finnlandi segir að það sé mjög erfitt að kynnast Íslendingum.

„Ég hef eiginlega bara kynnst öðrum skiptinemum,“ segir hún.

Ellu finnst Íslendingar hafa litla umhverfisvitund og furðar sig á hversu lítið er endurunnið hérna:

„Mér finnst skrítið að allir eigi bíl. Ef maður fylgist með umferðinni sér maður að það eru eiginlega alltaf bara einn eða tveir í hverjum bíl. Það finnst mér ekki rétt. Strætisvagnakerfið er heldur ekki nógu gott.“

Carl Mikael A. Teglund frá Svíþjóð er ánægður, finnst landið flott, en segir að Íslendingar vinni of mikið:

„Ég hef t.d. tekið eftir því að það er mjög erfitt að skipuleggja ferðalög og matarboð með Íslendingum af því að þeir eru alltaf að vinna.“

Hann hefur líka áhyggjur af því hvernig Íslendingar ætli að taka á móti öllum þeim fjölda útlendinga sem hingað kemur:

„Ég velti því samt fyrir mér hvað gerist þegar fleiri útlendingar koma hingað. Ef þið farið ekki að búa ykkur undir það og ákveða hvernig þið ætlið að bregðast við þá verður þetta helsta vandamál Íslendinga á næstu árum… M.a. er mikilvægt að koma í veg fyrir að hér myndist gettó og að útlendingar sem hingað koma einangrist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum