fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Svandís og svavaristarnir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2007 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

vg_logo_rautt_web.jpg

Maður er farinn að heyra vangaveltur um hver sé arftaki Steingríms J. í Vinstri grænum. Steingrímur er sá í hópi flokksformannanna sem hefur setið lengst. Staða hans hefur veikst mjög eftir að honum mistókst að komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Margir telja að hann sitji ekki út þetta kjörtímabil.

Nafnið sem er oftast nefnt er Svandís Svavarsdóttir. Hún þykir traust, kemur vel fyrir, hæfilega móðurleg – snjöll stjórnmálakona. Það skemmir reyndar aðeins fyrir að hún situr ekki á þingi og er ekki mjög í sviðsljósi fjölmiðlanna – það er jú ekkert sérlega spennandi hlutskipti að vera í minnihluta í borgarstjórn.

Hins vegar er styrkur fyrir hana að svavaristar – gamlir fylgismenn föður hennar, Svavars Gestssonar – hafa styrkt tök sín í flokknum. Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson eru sest á þing – og svo er Svavar náttúrlega einn helsti ráðgjafi Steingríms.

Í augum þessa fólks eru afkomendur Svavars nánast eins og hið helga gral.

Ögmundur þykir síður koma til greina – það er heldur ekkii víst að Steingrímur geti fellt sig við að hann verði formaður. Katrín Jakobsdóttir er of reynslulítil – Guðfríður Lilja líka og hún komst heldur ekki inn á þing í vor. Getur reyndar engum öðrum kennt um en flokkssystkinum sínum sem settu hana í vonlaust sæti.

Vinstri grænir vilja verða forystuflokkur í stjórnandstöðu. Þeirra bíður það verkefni að glíma við ríkisstjórn sem hefur yfirgnæfandi þingmeirihluta og er vinsæl meðal þjóðarinnar – hefur 83 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun!

Til að þetta gangi þarf flokkurinn að víkka skírskotun sína meðal kjósenda – hætta upphlaupum og sjálfvirkri óánægju en reyna að virka ábyrgari. Öðruvísi getur stjórnarandstaðan ekki orðið valkostur – þannig eru dagar frelsisins að vissu leyti búnir hjá VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“