Og Antonioni líka dáinn. Sama dag og Bergman!
Ég ætla samt ekki að skrifa minningargrein um hann.
Fáir menn hafa gert langdregnari myndir en Antonioni, þjakaðar af intellektúalisma áranna upp úr 1960 – á tíma nýju skáldsögunnar. Þá átti allt að vera mjög órætt; persónurnar máttu helst ekki heita neitt. Þær vöfruðu bara um.
Með góðri slettu af marxisma – öðruvísi gat það ekki verið. Zabriskie Point – ein tilgerðarlegasta mynd sem hefur verið gerð – mjög undir áhrifum frá marxistanum Herbert Marcuse sem var tískuheimspekingur á árum stúdentabyltingarinnar.
En þetta var þó allavega tími þegar kvikmyndir töldust ennþá list.