fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Púrítaninn Brown

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júlí 2007 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

gordon.jpg

Tony Blair var prédikari, Gordon Brown virðist ætla að vera móralisti í embætti. Veitir kannski ekki af í Bretlandi þar sem tíðkast að sumu leyti meiri lágkúra og lausung en víðast í Evrópu, ofdrykkja, eiturlyfjaneysla, andfélagsleg hegðun.

Brown ætlar að slá af plön um að reisa tröllaukið spilavíti í Manchester. Hann vill að tekið verði fastar á kannabisreykingum. Og nú vill hann að verði endurskoðuð lög sem heimila sölu á áfengi allan sólarhringinn. Afleiðing þessarar lagasetningar hefur verið stóraukið ofbeldi á götum breskra borga – heimsóknir á spítala vegna áfengisneyslu hafa þrefaldast.

Það er náttúrlega ein furðulegasta þversögnin í menningu Vesturlanda hversu mikið umburðarlyndi ríkir gagnvart víndrykkju og allri ógæfunni sem hún veldur – á sama tíma og búið er að hrekja tóbaksnotendur lengst út í skúmaskot.

Menn hafa lengi vitað að í Brown leyndist púrítani. Hann er skoskur, frá landi þar sem nokkuð strangur kristindómur er til siðs – forsætisráðherrann er af þeirri kirkjudeild sem kallast presbytarian og byggir á kenningum Kalvíns. Brown hefur jafnvel leyft sér að setja út á lágmenninguna sem tröllríður öllu í Bretlandi og má helst ekki gagnrýna án þess að vera sakaður um elítisma – hann sagði við Guardian að bókmenntahátíðir væru betri en sjónvarpsþátturinn Big Brother.

Það er spurning hversu langt Brown ætlar að ganga í þessa átt. Núorðið mega pólitíkusar varla tala um siðferði án þess að farið sé að gera grín að þeim. John Major varð á sínum tíma hált á herferðinni Back to Basics þar sem hann ætlaði að endursiðvæða breskt samfélag. Á sama tíma komu upp ýmis hneykslismál sem sýndu að þingmenn Íhaldsflokksins voru gerspilltir upp til hópa – og hræsnarar í þokkabót.

En fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þá andlegu fátækt sem er útbreidd í Bretlandi þá bendi ég á þessa stórkostlegu bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“