fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hófdrykkjumótin í Galtalæk fyrir bí

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júlí 2007 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú skilst manni að bindindismótin í Galtalækjarskógi heyri sögunni til. Ég fór aldrei, svo ég get kannski ekki sagt að ég sakni þeirra. En á blómaskeiðinu voru þetta vinsælar samkomur með meira en tíu þúsund gesti og vinsælustu skemmtikrafta landsins.

Mesta sportið skildist manni var að mæta á svæðið nokkru áður en hátíðin hófst, grafa vín í jörðu – grafa það svo upp þegar hátíðin var byrjuð. Vera svo eins og fínn maður fyrir utan tjald eða húsvagn með bland í flösku.

Hvaða tilgangur eða skemmtun fólst í því að drekka áfengi á bindindismóti fattaði maður kannski ekki alveg. Hefði ekki verið nær að drekka sig fullan utan girðingarinnar?

En svona er mannskepnan skrítin.

Eitthvað gáfu þeir líka eftir af bindindinu í Galtalækjarskógi síðari árin – þá voru þetta frekar svona hófdrykkjumót.

Vegna bindindismótanna varð til hið einkennilega orðalag „í Galtalæk“ sem málvöndunarmenn í þartilgerðum þáttum Ríkisútvarpsins létu fara mjög í taugarnar á sér um hverja verslunarmannahelgi. Þeir sváfu varla fyrir þessu. En þjóðin lét ekki segjast.

En auðvitað á ekki að segja „í Galtalæk“. Þetta er kolröng forsetning – maður fer ekki „í“ læk á Íslandi. Ekki nema maður ætli að baða sig.

Samt hefur þetta náð að festast í málinu. Málfræðingarnir hömruðu á því að maður ætti að segja „í Galtalækjarskógi“, en það datt alveg uppfyrir.

Nú skilst manni að bindindishreyfingin hafi tapað stórfé á að halda þessi mót. Þá er kannski best að leita annarra leiða til að halda fólki frá flöskunni. Það er alveg eins gott að selja svæðið undir sumarbústaði. Hins vegar er merkilegt að fólk sem tilheyrir þessum litla hópi sem er að eignast allt á Íslandi skuli kaupa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn