Ég er alveg harður á því að samtökin Saving Iceland eiga að fá að mótmæla eins og þau vilja. Það er misskilningur að vera að amast mikið við þessu.
Ég er líka viss um að þeir sem skipa samtökin eru upp til hópa kjánar – vita a.m.k. minnst hverju þeir eru að mótmæla.
Þessa mynd fann ég á vef samtakanna. Þetta eru þá hugmyndirnar um landið sem samtökin byggja á:
Dautt hreindýr í uppistöðulóni.
Og kort þar sem er búið að krassa með feitum tússpenna ofan í flestar ár á Íslandi.
En það eru sem betur fer ekki í gildi nein lög sem banna kjánaskap.
Annars hefur Vef-Þjóðviljinn eftirfarandi spekimál eftir talsmanni hópsins, Snorra Páli Jónssyni Úlfhildarsyni, þar sem hann útlistar andstöðu sína við álfyrirtæki. Tilvitnunin mun vera úr Spegli Ríkisútvarpsins:
„Í öðru lagi er hann – eh þá er hérna ál sko mjög auðvelt til endurvinnslu – og þar – – ég [svo!] gæti verið að endurvinna allt þetta ál sem er búið að framleiða – eh að minn- það er 10% – það þarf 10% af þeirri orku sem þarf til að frumbúa til – hérna eða frumvinna ál til þess að endurvinna álið. Og ég veit ekki hvað, ég veit ekki, ég veit ekki neinar tölur en ég veit bara það að það er fáránlega miklu magni af áli hent á ári án þess að án þess að komast í endurvinnslu.“