fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Slúður um Streisand

Egill Helgason
Mánudaginn 23. júlí 2007 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

stresand.jpg

Barbra Streisand hélt tónleika hérna í London í síðustu viku. Blöðin voru full af fréttum af því hvað hún væri erfið, sérvitur og gerði miklar kröfur. Hún bjó á efstu hæðinni á hinu fræga Dorchester hóteli. Þangað kemst venjulegt fólk yfirleitt ekki. Lesendur gleyptu þetta náttúrlega í sig – Barbra Streisand hefur alltaf þótt gott slúðurefni.

Það stóð í einu blaði að starfsfólki hótelsins væri meinað að horfa framan í frú Streisand. Það væri líka ófrávíkjanleg krafa að klósettpappírinn í herbergjum hennar væri ferskjulitur.

Við lentum í matarboði með einum af meðsöngvurum Streisand, þekktum söngvara af Brodway.  Allir voru að reyna að fá hann til að segja sögur um dívuna. Hann vildi meina að hann væri alveg hreinskilinn þegar hann sagði að þetta væri allt meira og minna ósatt.

Barbra væri hvers manns hugljúfi, einu kröfurnar sem hún gerði væru að það mætti aldrei mynda nema annan vangann á henni. Annars blandaði hún geði við fólk og væri bara ágæt. Hún væri líka mjög ástfangin af manninum sínum.

Hún væri hins vegar mjög særð yfir öllu slúðrinu í blöðunum.

Er þetta þá kannski allt lygi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“