fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Leiðinlegt blað – ómenguð markaðshyggja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. júlí 2007 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

economist.jpg

Eru það leiðinlegir menn sem fá vinnu á Economist eða verða menn leiðinlegir af því að vinna þar? Það er ekki útilokað að þeir hafi að mörgu leyti rétt fyrir sér í markaðstrú sinni, en það vantar blæbrigðin – maður veit alltaf fyrirfram hvað Economist mun segja um öll mál. Forsíðurnar eru flottar, en blaðið veldur vonbrigðum í hvert sinn sem ég kaupi það.

Reyndar kemur það mér yfirleitt í vont skap. Tónninn í því er svo yfirlætisfullur – þarna skrifa menn sem eru handhafar sannleikans. Að lesa það er eins og að vera lokaður inni í hebergi með hóp af besserwisserum.

— — —

Economist boðar ómengaða markaðshyggju. Lausnir markaðarins eru alltaf bestar. Larry Elliott skrifar ágæta grein um svona trúarbrögð í Guardian í gær. Hann bendir á húsnæðis- og lánamarkaðinn undanfarin ár.

Lánum hefur verið dælt út, sérstaklega í Bandaríkjunum, fyrst til þeirra sem höfðu efni á að borga þau aftur, síðar til þeirra sem voru ekki jafn öruggir borgunarmenn. Bankarnir létu eins og þetta væri tóm manngæska – Eliott segir að hún sé þá í sama skilningi og þegar mafían lánar smákaupmönnum. Bankarnir töldu sig geta selt eignirnar aftur með hagnaði ef lántakendurnir gætu ekki staðið í skilum.

Lánin voru svo seld áfram sem skuldabréf með misjafnri áhættu. Margir urðu óskaplega ríkir á húsnæðisbólunni – verð á húsnæði hækkaði bara og hækkaði. Braskið var óskaplegt; það var þetta sem hélt bandaríska hagkerfinu uppi.

Nú eru aðstæður að breytast. Húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum er í frjálsu falli. Verðmæti skuldabréfanna og afleiðanna svokölluðu reynist ansi miklu minna en stóð í reiknilíkönum bankanna.

Elliott líkir þessum aðförum við ungling sem hefur verið settur próflaus bak við stýri og látinn keyra út á vegina. Einhver myndi kannski telja það frelsissviptingu að láta hann taka próf. Flest myndum við líklega kalla það skynsemi.

Afleiðing þenslunnar á lánamarkaði hefur líka verið sú að húsnæðisverð hefur hækkað óskaplega. Almenningur þarf sífellt að verja hærri hluta af tekjum sínum í að borga af lánum. Er þá hægt að segja að markaðurinn hafi virkað vel í þessu tilliti?

— — —

Og kannski var þenslan heima ekki Íbúðalánasjóði að kenna eftir allt – eða var þetta ekki bara liður í alþjóðlegri þróun þar sem bankarnir tóku ódýr lán þar sem þau fengust og lánuðu svo peningana aftur til fólksins í landinu með miklu hærri vöxtum og græddu óskaplega? Við erum ekki ein á báti þarna Íslendingar frekar en oftastnær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“