fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Spectatorritstjóri býður sig fram til borgarstjóra í London

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. júlí 2007 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=8d4Z_KHlnGQ&NR=1]
Spectator hefur verið mitt blað í Bretlandi. Það er fjarskalega íhaldssamt, það hatast við Tony Blair, stundum getur það verið þreytandi, en oftast er það vel skrifað, fullyrðingasamt, djarft og skemmtilega skrítið.

Ég var áskrifandi að Spectator um árabil; hætti ekki fyrr en mér fannst þeir vera orðnir full fyrirsjáanlegir í óbeitinni á Blair. Svo skiptir líka máli hver er ritstjóri; nú heitir hann Matthew D´Ancona. Mér finnst hann ekki sérlega skemmtilegur.

En það deilir varla neinn um skemmtilegheitin í Boris Johnson sem var ritstjóri Spectator árin 1999 til 2005. Nú hefur ritstjórinn fyrrverandi boðið sig fram til borgarstjóra í London gegn Rauða-Ken Livingston.

Ég ætla að lýsa því hreinlega yfir að ég styð Boris. Hann er fyndinn, klár og viðkunnanlegur.

Boris Johnson er þingmaður Íhaldsflokksins og hefur lent í allskyns skrautlegum vandræðum. Hann er skrítinn í útliti; með mikið ljóst hár sem stendur út í loftið, hjólar ferða sinna. Fyrir nokkrum árum móðgaði hann íbúa Liverpool með því að segja að þeir væru latir og síkvartandi. Þá varð hann að fara til hafnarborgarinnar gömlu og sýna iðrun og yfirbót.

Hann var ráðherra menningarmála í skuggaráðuneyti Michaels Howard sem þá var formaður Íhaldsflokksins. Johnson varð að segja af sér þegar varð uppvíst að hann hefði átt í fjögurra ára ástarsambandi við konu að nafni Petronella Wyatt.

Petronella var dálkahöfundur í Spectator – dálkurinn fjallaði um líf einhleyprar konu – og dóttir karls sem hét Woodrow Wyatt og skrifaði einhverjar safaríkustu dagbækur sem hafa birst í Bretlandi.

Svona maður er náttúrlega menntaður í Eton og Oxford. Þykir góður í latínu. Hann hefur skrifað bók og gert sjónvarpsþætti um Rómarveldi; þykir utan við sig og sérvitur – það er nefnt í æviágripi hans á Wilkipedia að farsíminn hans hafi hringt tvívegis þegar hann hefur verið gestur í sjónvarpi.

En það eru auðvitað ekki allir jafn hrifnir af Boris. Polly Toynbee skrifar fjarskalega harðorða grein í Guardian í dag og kallar hann trúð, raðlygara og sósíópata. Segir að vera hans í stjórnmálum snúist ekki um neitt annað en hann sjálfan og hans eigin ímynd.

(Myndbandið af Boris hér að ofan er stórkostlegt, sérstaklega tilþrif hans í knattspyrnu, en kannski ekki mjög hliðhollt honum. Og jú, maðurinn sem er með honum í sjónvarpinu er Rick Wakeman, gamli hljómborðsleikarinn í Yes og vinsæll gestur í spjallþáttum.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“