Netnotendur í Evrópu eyða 14.3 tímum að meðaltali á internetinu miðað við 11.3 klukkustundir sem þeir verja í að horfa á sjónvarp og 4.4 klukkustundir sem þeir nota í að lesa blöð.
Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.
Þar er talað um að auglýsingar á netinu færist stórlega í vöxt og nái sífellt til fleira fólks. Spáð er að innan fimm ára muni auglýsingar á netinu hafa 18 prósenta markaðshlutdeild.
Ætti hlutfallið ekki að vera ennþá hærra miðað við þessar tölur?