fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Erum við að breytast í aumingja?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2007 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt er að ríkt fólk geti keypt sér far á betra farrými í flugvélum, annað er að það fái einhvers konar forgangsmeðferð í þjónustu sem er kostuð af skattgreiðendum. Eða hefur öryggisgæsla á Keflavíkurflugvelli verið einkavædd?

Þessi frétt er algjörlega blöskranleg – það er ekki hægt að segja annað. Viðbrögð sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli eru aumkunarverð.

Hvers konar undirlægjusamfélag erum við að verða? Voru það ekki Íslendingar sem til skamms tíma töldu það einn sinn helsta kost að fyrirlíta fínimennsku, snobb og forréttindi.

Ósigur ítalska loftflotans, smásaga eftir Halldór Laxness, lýsir þessum anda mjög vel. Lesið hana endilega. Pikkalóinn í sögunni, Stebbi, er dæmi um margt það skásta í fari Íslendinga og ég held að höfundurinn hafi viljað hafa það þannig.

Sannir Íslendingar töldu sig jafna mestu höfðingjum – vorkenndu þeim hálfpartinn. Það var hin einkennilega mótsögn í fari kotþjóðarinnar.

En kannski er þetta stolta viðhorf að glatast? Höfðingjadirfskan?

Eða hvenær kemur til dæmis að því að þeir sem keyra á fínum bílum fái forgang í bílastæði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?