fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Vinstri græn loks frjáls

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júlí 2007 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér var bent á eftirfarandi orð sem birtust í viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum.

„Menn kannski átta sig ekki á því rosalega frelsi sem við höfum fengið. Við erum í fyrsta skipti frjáls að því að gagnrýna Samfylkinguna eftir því sem okkur lystir og efni standa til. Við erum ekki lengur samherjar sömu megin víglínunnar í stjórnmálum.“

Og svo var hann spurður hvort Vinstri græn hafi þurft að halda aftur af sér í gagnrýni á Samfylkinguna og hvort það hafi verið erfitt:

 „Við höfum þurft að gera það mjög mikið, og það er innibyrgð óánægja í okkar röðum með hve við forystufólkið í flokknum höfum haldið niðri gagnrýni á Samfylkinguna.“ 

En nú er það semsagt breytt. Það er gott að Vinstri græn skuli líta björtum augum fram á veginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?