Mér var bent á eftirfarandi orð sem birtust í viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum.
„Menn kannski átta sig ekki á því rosalega frelsi sem við höfum fengið. Við erum í fyrsta skipti frjáls að því að gagnrýna Samfylkinguna eftir því sem okkur lystir og efni standa til. Við erum ekki lengur samherjar sömu megin víglínunnar í stjórnmálum.“
Og svo var hann spurður hvort Vinstri græn hafi þurft að halda aftur af sér í gagnrýni á Samfylkinguna og hvort það hafi verið erfitt:
„Við höfum þurft að gera það mjög mikið, og það er innibyrgð óánægja í okkar röðum með hve við forystufólkið í flokknum höfum haldið niðri gagnrýni á Samfylkinguna.“
En nú er það semsagt breytt. Það er gott að Vinstri græn skuli líta björtum augum fram á veginn.