fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Cruise sem Fjalla-Eyvindur?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júlí 2007 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

cruise.jpg

Einhvern veginn er Tom Cruise að leika Claus Von Stauffenberg svo óskaplegt að það tekur engu tali. Engin furða að Þjóðverjar hafi risið upp og vilji ekki að þessi mynd verði gerð.

Það er eitthvað við Cruise sem virkar mjög ankanalega – maðurinn er eiginlega hálfgert frík. Kannski ekki skrítið að hann sé orðinn besti vinur Beckham hjónanna.

Áðan var ég í bókabúð Dussmans í Friedrichstrasse í Berlín. Sá þar bók eftir Arnald og tvær íslenskar bíómyndir – 101 Reykjavík og Mýrina.

Datt svona í framhjáhlaupi í hug hvort við gætum fengið Cruise til að koma til Íslands til að leika einhverja af þjóðhetjum okkar í kvikmynd.

Gunnar á Hlíðarenda, Jón Sigurðsson, Fjalla–Eyvind?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?