fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Framfarasinnaður faðir

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júlí 2007 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

karis.jpg

Ég reyni að dýpka þekkingu mína á eyjunni. Sumpart gerir maður það í gegnum magann. Í gær fórum við í lítið þorp á hinum enda hennar. Þar er ennþá gamaldags bændasamfélag. í þorpinu býr Irini, gömul kona sem rekur litla búð sem hún erfði eftir föður sinn, hún hefur þar nokkur lítil borð og matreiðir mazata sem er þjóðarréttur eyjarinnar, heimatilbúið pasta með sósu og kjötbita.

Mann fram að manni hefur fólk í fjölskyldu hennar þótt búa til besta mazata á eyjunni.

Þegar við sátum framan við húsið hennar í tunglsljósinu kom ríðandi framhjá eldgamall karl á múlasna, með annan asna í taumi. Hann stoppaði, var mjög hress, vildi fá Kára upp á asnann með sér. Kári var lengi að velta því fyrir sér en þorði svo ekki.

Svo sá hann mikið eftir því. Þegar við komum aftur í bæinn, Hora, var stelpa að elta hann um allt og vildi kyssa hann. Kára leist ekki vel á það. Ég sagði að ef hún næði að kyssa hann myndi hann þurfa að giftast henni.

„Ég á að ráða hverri ég giftist,“ sagði hann síðar um kvöldið.

Það er reyndar misskilningur. Kári á að giftast Iliu, hún er reyndar bara eins og hálfs, gengur enn með bleyju, en afi hennar er forríkur. Í hvert skipti sem þau hittast segir hún:

„Gia sou Káris.“

Ég sagði þetta við kunningja minn, barnakennara í þorpinu.

„Þú ert mjög framfarasinnaður,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?