Einn veikleiki Sarkozys, hins sigursæla forseta Frakklands, er sagður vera sá að hann vill gera allt sjálfur. Hann vill vera forseti, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, maður fólksins – allt í senn.
Skopmynd sem birtist í grínblaðinu Le Canard Enchainé lýsti þessu ágætlega.
Sarkozy er að ávarpa fund ríkisstjórnarinnar. Hann segir:
„Ég ætla að gefa breiða stefnuyfirlýsingu.“
Og svo bætir hann við:
„Ég ætla að gefa sjálfum mér orðið til að fara yfir smáatriðin.“