fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Mýrargatan, bleik blöð, Kaupthing

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. janúar 2007 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svæðið í kringum Mýrargötuna er eitt hið ljótasta í Reykjavík – raunar er mestöll norðurströnd borgarinnar til skammar. Afsprengi endalausra skipulagsslysa. Ég verð líka að játa að ég hef aldrei séð neinn sjarma við Slippinn og er þó alinn upp vestur í bæ, bar líka út póst þarna um skeið þegar ég var ungur maður. Þess vegna bindur maður vonir við nýtt skipulag við Mýrargötuna, en helsti höfundur þess er Björn Ólafs, arkitektinn sem hefur teiknað bryggjuhverfin í Grafarvogi og Garðabæ.

Ég held að sé fráleitt að tala um austur-þýskt skipulag þarna eins og hefur verið gert í fjölmiðlum undanfarna daga. Einnar hæðar bárujárnshús geta ekki verið viðmiðið um hæð húsa í borginni. Það er líka fagnaðarefni að fá fleiri íbúa í bæinn – og eins að setja eigi götuna í stokk.

Mikið af kvörtunum undanfarinna daga hafa einkennst af því sem kallast Nimbyismi (not in my backyard). En menn verða auðvitað að vanda sig. Það er mikilvægt að Mýrargötusvæðið sé í lífrænum tengslum við restina af miðborginni. Svæðið kringum Tryggvagötuna er hræðilegt líka og neðri hluti Arnarhóls – það þarf að byggja kringum tónlistarhúsið svo það rísi ekki eins og drangur upp úr malbikinu.

Þá tekur við Skúlagatan. Flest sem þar hefur verið gert er því miður misheppnað og hefur verið alveg frá því á níunda áratugnum þegar gömlu hús Völundar og Sláturfélagsins voru rifin og hafist var handa við að byggja þar íbúðaturna. Þar og í Skuggahverfinu virðast því miður ráða för verktakar sem hugsa um ekkert annað en nýtingarhlutfall. Það er skammarlegt eftir alla þá umræðu sem hér hefur geisað um skipulagsmál.

— — —

Það er ekkert mál fyrir enskumælandi mann að segja Kaupþing. Þ-hljóðið er meira að segja til í ensku, líkt og þegar menn segja thing. Orðið þing má reyndar finna í ensku frá því á tíma norrænna manna og til eru staðir á Bretlandseyjum sem eru kenndir við þing. Maður á kannski ekki að taka þetta alvarlega – en að þessu leyti eru auglýsingarnar með John Cleese misheppnaðar.

— — —

Nú er Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, orðinn bleikur. Skilaboðin með bleikum blöðum hef ég alltaf talið vera – ekki lesa, þetta er leiðinlegt. Þannig hef ég aldrei áttað mig á töfrum Financial Times; það er kannski traust blað, en hrútleiðinlegt. Bleikur litur passar hins vegar vel við grá föt bisnessmanna. Þetta fattaði Sævar Karl strax á fyrra uppatímabilinu á árunum fyrir 1990. Þá var Financial Times til sölu í verslun hans í Ingólfsstræti, viðskiptavinirnir gátu kippt því með um leið og þeir keyptu gallann.

Ég var einmitt að velta því fyrir mér í gær að þessar eilífu viðskiptafréttir í fjölmiðlunum væru kannski ofmetnar. Svo fór ég á vefsíðu Jónasar Kristjánssonar og hann orðar einmitt það sem ég var að hugsa:

"Ég hef aldrei skilið tilgang leiðarenda kvöldfrétta ríkissjónvarpsins á tölum um hlutabréf og gengi. Enda veit ég, að þeir, sem fylgjast með slíku, hafa betri tök á því en kvöldfréttirnar. Nú hefur Joe Moran skýrt þetta út í Guardian. Upplestur talna í lok kvöldfrétta kemur í stað bænastundar. Lesturinn á að segja okkur, að sjónvarpið sé alvarlegur fréttamiðill, sem endi ekki á skemmtilegri frétt af páfagaukum á Vopnafirði. Sjónvarpið sé í þess stað pokaprestur markaðshyggjurnar, sem endi hvern dag á að þylja innantómar bænir til guðs síns. Það er að segja til markaðarins sem náttúruafls."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út