fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Grænir skattar og Chelsea traktorar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. október 2006 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum.

Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á "græna skatta". Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast "Chelsea-traktorar" – það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea.

Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orkugjafa – en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt.

Hvort sem það kemur loftslagsbreytingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í októberlok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf.

Við komum heim í kvöld. Það er dálítið erfitt að skrifa langar greinar á Starbuck´s.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði