fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Með og á móti virkjun

Egill Helgason
Mánudaginn 2. október 2006 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun – að það magnast fremur en hitt – og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun. Við setningu þingsins í dag talaði Ólafur Ragnar Grímsson um að náttúruvernd gæti klofið þjóðina eins og hermálið áður. Má vera. Maður hefur skynjað að áköfustu náttúruverndar- og virkjanasinnarnir tala ekki sama tungumál. Skilja ekki hvorir aðra – eða vilja það ekki.

Skoðum aðeins nokkur helstu rökin sem hafa verið notuð með og á móti í hinni langdregnu Kárahnjúkadeilu – svo geta menn velt fyrir sér hvernig þau rekast á, grautast saman, ryðja öðrum burt – og hvort til sé einhver millivegur. Þið getið krossað við það sem ykkur finnst eiga við.

MEÐ

Að virkjunin valdi miklum náttúruspjöllum.

Að það verði tap á virkjuninni.

Að ríkið eigi ekki að standa í svona framkvæmdum, þetta sé gamaldags ríkiskapítalismi.

Að þetta sé byggðastefna, framsóknarmennska, sem er gengin af göflunum.

Að virkjunin muni hrynja vegna sprungumyndunar.

Að lónið muni fyllast og virkjunin verða ónothæf.

Að orkan sé seld of ódýrt.

Að álverið sé í eigu erlends auðhrings.

Að landið sé líkt og lifandi vera sem hafi verið sært djúpu sári. Eða þá Fjallkona.

Að gera eigi aðra hluti, stunda ferðamennsku, hátækni eða bara eitthvað annað.

Að engir hafi fengið vinnu við þetta nema útlendingar.

Að Austfirðingar flytji hvort sem er burt.

Að störf í álveri séu ekki eftirsóknarverð.

Á MÓTI

Fallvötnin eru auðlind sem þarf að virkja.

Virkjunin mun mala gull í þjóðarbúið.

Þetta er eins og vítamínsprauta fyrir efnahagslífið.

Ísland þarf reglulega á svona innspýtingu að halda til að tryggja hagvöxt.

Það þarf að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið.

Með því að nýta hreina orku hömlum við gegn gróðurhúsaáhrifum.

Það er nóg af ósnortnu hálendi eftir, þetta eru ekki svo mikil náttúruspjöll.

Það er ljótt þarna fyrir austan, allavega ekkert sérstakt.

Það var komið að Austfirðingum.

Af þessu verða margfeldisáhrif sem munu skila sér út um allt þjóðlífið.

Þetta eru hátæknistörf, víst.

Við eigum ekki að láta menningarvita fyrir sunnan segja okkur fyrir verkum.

Störf í álveri eru eftirsóknarverð.






Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum