fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Múgæsingar og myndir af spámanninum

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. febrúar 2006 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrland er lögregluríki, sagði Flemming Rose Jensen, menningarritstjóri Jótlandspóstsins, í sjónvarpsviðtali sem ég sá áðan. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að mótmælin í Sýrlandi hefðu ekki orðið nema með leyfi yfirvaldanna þar. Í Sýrlandi er ekki heimilt að efna til mótmæla gegn ríkisstjórninni.

Í því sambandi má rifja upp fjöldamorðin í Hama 1982. Margt er á reiki um þessa atburði en Amnesty International áætlar að 10-25 þúsund manns hafi verið myrtir. Meðal annars er sagt að herinn hafi pumpað eiturgasi inn í byggingar þar sem stjórnarandstæðingar földu sig.

Sýrlandsstjórn tókst á sínum tíma að þegja fjöldamorðin í hel. Um þau hafa aldrei birst neinar fréttir að ráði á Vesturlöndum. Hins vegar er sagt að borgin Hama hafi ekki borið sitt barr eftir þetta né hreyfingar bókstafstrúarmanna í Sýrlandi sem þessar aðgerðir beindust gegn.

Sama ríkisstjórn situr enn í Sýrlandi, nú undir forystu Bashar al-Assad, sonar Hafez al-Assads heitins sem þá var harðstjóri í landinu

— — —

Það kemur í æ betur í ljós að mótmælin gegn skopteikningunum eru að miklu leyti skipulagðar múgæsingar. Öfgamenn hafa valið að taka slaginn um þessar myndir. Vitlausum myndum er dreift, það er látið spyrjast út að einhverjir hafi ætlað að brenna Kóraninn á Ráðhústorginu. Charles Moore spyr í grein í The Daily Telegraph hvar þeir á Gaza hafi náð í svona marga danska fána?

Varla fara þeir út í kjörbúð og kaupa þá?

Það er verðugt rannsóknarblaðamannaverkefni að skoða hvernig teikningar sem birtast í dönsku dreifbýlisblaði í september valda óeirðum sem spetta samtímis upp víða í hinum íslamska heimi í febrúar. En kannski þorir enginn að rannsaka þetta?

— — —

Það er hrollvekjandi að heyra um danska múslimaleiðtoga sem fóru til landa íslams til að bera út óhróður um Dani, þessa smáþjóð sem hefur tekið við miklum fjölda innflytjenda og verið mjög ötul í hjálparstarfi. Er kannski hægt að tala um landráð í því sambandi – að minnsta kosti vantar verulega mikið upp á þegnskapinn hjá svona liði?

Hví erum við líka að taka svo mikið tillit til hinna öfgafyllstu í röðum múslima? Er það ekki svolítið eins og að stilla Gunnari í Krossinum og Pat Robertson upp sem talsmönnum alls kristindómsins?

— — —

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“