Skjaldbökur hafa verið mér hugleiknar um áramótin. Hjartnæmasta saga sem ég hef heyrt lengi er um flóðhestinn Owen sem villtist frá mömmu sinni í flóðbylgjunni í Kenýa á jólunum í fyrra. Fannst ráfandi ráðvilltur á ströndinni við Indlandshaf. Svo var farið með hann í dýragarð og þar gekk honum í foreldrisstað risaskjaldbaka, Mzee að nafni.
Mzee er hundrað og tuttugu ára en Owen flóðhestur er eins árs. En félagarnir matast saman, sofa saman og eru óaðskiljanlegir.
— — —