fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Samsæriskenningar um 11/9 í Silfri

Egill Helgason
Föstudaginn 4. mars 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur H. Blöndal, Jón Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Sigurður I. Jónsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Elías Davíðsson.

Elías Davíðsson mun fara yfir helstu samsæriskenninguna varðandi atburðina 11. september 2001 – spurt er hvort allur sannleikurinn um árásirnar hafi fengið að koma fram? Mál Elíasar er stutt ýmsum gögnum, myndefni og blaðaúrklippum.

Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, mun ræða hlut kvenna í stjórnmálum – ekki síst í ljósi samþykkta á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi um kynjakvóta á framboðslistum. Þorgerði má kalla einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi.

Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í málfræði, kemur í þáttinn til að ræða mál sem er afskaplega forvitnilegt, notkun kynja – karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns – í textum Biblíunnar og hvort sé við hæfi að breyta textum ritningarinnar með tilliti til nýlegra viðhorfa um jafnrétti kynjanna.

Af öðrum málum sem verða til umræðu má nefna verðlag á matvöru og lyfjum, ný lög um samkeppnisstofnun, umræður um ESB aðild, skoðanakannanir um fylgi flokkanna, húsnæðisverð, verðtryggingu og flokksþing Frjálslynda flokksins.

Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur