fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Samsæriskenningar um 11/9 í Silfri

Egill Helgason
Föstudaginn 4. mars 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur H. Blöndal, Jón Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Sigurður I. Jónsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Elías Davíðsson.

Elías Davíðsson mun fara yfir helstu samsæriskenninguna varðandi atburðina 11. september 2001 – spurt er hvort allur sannleikurinn um árásirnar hafi fengið að koma fram? Mál Elíasar er stutt ýmsum gögnum, myndefni og blaðaúrklippum.

Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, mun ræða hlut kvenna í stjórnmálum – ekki síst í ljósi samþykkta á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi um kynjakvóta á framboðslistum. Þorgerði má kalla einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi.

Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í málfræði, kemur í þáttinn til að ræða mál sem er afskaplega forvitnilegt, notkun kynja – karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns – í textum Biblíunnar og hvort sé við hæfi að breyta textum ritningarinnar með tilliti til nýlegra viðhorfa um jafnrétti kynjanna.

Af öðrum málum sem verða til umræðu má nefna verðlag á matvöru og lyfjum, ný lög um samkeppnisstofnun, umræður um ESB aðild, skoðanakannanir um fylgi flokkanna, húsnæðisverð, verðtryggingu og flokksþing Frjálslynda flokksins.

Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump