fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Steingrímur og Róbert í Silfrinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. janúar 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík.

Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2,Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann.

Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu – og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku.


Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag – í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“